Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bestu meðmæli sem þessi framkvæmd getur fengið

Andstaða ungra sjálfstæðismanna eru bestu meðmæli fyrir þessa framkvæmd. Hún sannar enn á ný að Sjálfstæðisflokkurinn er heillum horfinn og í engum takti við þarfir mannlífsins hér á Fróni. Að leggja stein í götu menningarinnar og "snúa hana hægt úr hálsliðnum" eins og Guðni Guðmundsson orðaði svo vel eru þeirra ær og kýr. Þeir gera sér enga grein fyrir að sé menningunni ekki sinnt amk. á svipaðan hátt og gert er annars staðar, þá verður atgervisflóttinn enn frekari héðan og fólkið mun kjósa að búa þar en ekki hér.  En þetta skilja Sjálfstæðismenn ekki. Þeir eru enn í björgum sinnuleysisins eða jafnvel rænuleysisins sem þeir fóru fram af fyrir misserum.
mbl.is Vilja að byggingu Tónlistarhúss verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er pólitísk afstaða?

Er það afstaða sem byggir á einhverjum öðrum forsendum en þeim sem fagmenn gefa sér? Er það afstaða þeirra sem sjá minni hagsmuni í öðru ljósi en fagaðilar? Gefa hinum svokölluðu minni hagsmunum annað vægi en sérfróðir gera í samanburði við meiri hagsmuni. Fylgir hinni pólitísku afstöðu krafa um að hún sé ekki vegin með sama hætti og sú afstaða sem tekin er á faglegum forsendum; með öðrum orðum að ekki þurfi að svara fyrir hana með rökum sem standast þurfa almenna gagnrýni?

Þess konar dæmi eru vel þekkt. Sagan segir að það hafi tekið þingmenn Vestfjarða einungis tíu mínútur að taka ákvörðun um tengingu landshlutans við þjóðvegakerfi landsins um Steingrímsfjarðarheiði. Heiðin var lakasti kost­ur­inn af þremur að áliti fagaðila, það er Vega­gerð­ar­innar. Ákvörðunin var greinilega háð einhverjum öðrum hagsmunum en tæknimenn höfðu komið auga á við rannsóknir árum saman. Þá var sagt að þetta hefði verið pólitísk ákvörðun.

Gylfa Magnússyni ráðherra er legið á hálsi fyrir að taka faglega afstöðu til tillagna um aðgerðir almennings sem skapa mun ringulreið í fjármálakerfi landsins og "aðra sanngirni" en nú gildir. Eins og Gylfa hefur verið hampað fram að þessu af röddum almennings, þá sýna þessi viðbrögð ljóslega hverflyndi  fjöldafylgisins.


Ný hugsun - vonandi

Það er fagnaðarefni, að þetta fólk er farið að hugsa um eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn, en hann hefur það haft á heilanum síðan í haust.  Óttaðist um tíma í nótt að Jóhanna ætlaði ekki að ná að rífa sig út úr klisjunum.  Þetta neistaflug í kvöld lofar ekki góðu. Steingrímur verður sjálfum sér erfiðastur.
mbl.is Getum valið úr öðrum kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þjóðin mun ráða"

segir VG.
mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir Jónar

"Mér hefur líka verið sagt að þessi sami kennari minn hafi látið svo um mælt, að þó að hann hefði mátt velja, hefði hann ekki viljað vera uppi neinsstaðar annarsstaðar né á neinum öðrum tíma, einungis af því að hann hefði fengið að hlýða á Jón Sigurðsson. Okkur kann að þykja þetta barnaleg tilbeiðsla, og við segjum eflaust með sjálfum okkur: nei, þá er munur að vera uppi nú þegar allt er í betra horfi, þjóðin færari og kjarkaðri, margfalt fleiri þroskabrautir sem blasa við íslenskum mönnum. Samt er ekki víst að gamli maðurinn hafi talað alveg út í bláinn.  Við sem lifum á tímum öskurs og óláta og verðum að hlíta forustu leiðtoga sem ekki víla fyrir sér að rangfæra og segja ósatt upp í opið geðið á öllum landslýðnum, hljótum, að minnsta kosti annað veifið, að líta með söknuði aftur til þeirra tíma þegar landsmál voru rædd með rökum og stillingu, þegar einn var foringinn sem allir gátu treyst til að halda einarðlega og fast og viturlega á öllum málum, foringinn sem ekki hafði aðeins mátt orðsins heldur jafnframt vit, þekkingu, virðingu fyrir sannleikanum og óbilandi tryggð við þann málstað sem hann vissi réttastan."

Jón Helgason; Á kvöldvöku í Kaupmannahöfn 17da júní 1943.


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreyta er ekki eingöngu óþægileg...

...hún getur líka verið lífshættuleg undir þessum kringumstæðum. Færslan hér að fram er mjög óviðeigandi. Vonandi gengur þetta allt vel hjá ferðamönnunum og björgunarsveitinni.
mbl.is Konur í vandræðum á Öræfajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurskurðurinn fagnaðarefni fyrir lækna

Loksins, loksins! Loksins verða mér skapaðar aðstæður eftir 30 ár í þjónustu ríkisins til að vinna á sömu skilmálum og aðrir launþegar þ.e. vitandi að morgni hvenær vinnutímanum lýkur að kvöldi. Nú veit ég að þjónustu minni við heilbrigðisráðherrann lýkur kl. 15:55 hvern dag og þá get ég gengið út af vinnustaðnum sáttur við guð og menn, hafandi greitt keisaranum það sem hans er. 

Skerðing dagvinnutekna um 12 % plús er  viðráðanleg upphæð, þegar hugsað er til þess, að fyrir hana fæst vel afmarkaður og vel skilgreindur vinnutími lækna annars vegar og betri hagur ríkissjóðs hins vegar.


mbl.is Óttast áhrif sparnaðar í heilsugæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Kári stendur fyrir málþófi

...ásamt öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Mér sýnast þeir nú vera allir á mælendaskrá og hver sótraftur á flot dreginn. Guðfinna rektor var í ræðustóli rétt í þessu og tuggði upp eftir Sigurði Líndal og Davíð Þór Björgvinssyni margþvælda tuggu, sem vitnað hefur verið til oftar í þessum umræðum en tölu verður á komið.  

Hvað er það annað en málþóf? Stundum hafa þingmenn borið gæfu til að sammælast um, að svo væri komið í umræðu, að öll rök væru fram komin og ástæðulaust að teygja lopann frekar.  Nú er eitthvað annað á ferðinni.

Sjálfstæðismenn standa og reyta af sér fjaðrirnar þar til engin verður eftir fyrir kjörkassana.


mbl.is Þingmenn syngja og dansa darraðardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það geta áreiðanlega fleiri skrifað vinjettur en Ármann

Það rifjaðist upp fyrir mér að fyrir nokkrum árum tók smáfyrirtæki hér í borg fé almennings til fjárvörslu og hét góðri ávöxtun. Eiganda þessa fyrirtækis varð það á að lána peningana skyldum aðilum og því meir sem reksturinn gekk verr. Hans hlutskipti varð að gista Kvíabryggju í þágu samfélagsins og það áður en Árni endurnýjaði beddana. Hann skrifar nú örsögur og kemst í útvarpið hjá Jónasi og fleirum.

Nú sýnist mér tilefni til að fleiri reyni sig við örsögur eftir endurhæfingu á Kvíabryggju, allavega ef ríkið ætlar að umbuna þegnum sínum samkvæmt jafnræðisreglunni.


mbl.is Dapurlegar fréttir af Samson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfjaverslun ríkisins, já takk !

Í lyfjadreifingunni er vandamálið ekki kreppan. Það er einokun einkaframtaksins. Nú eru að koma fram veikleikar okkar smáa markaðar og skortur á samkeppni.  Lyfjaframleiðslan er nánast komin á eina hendi fyrrum bjórframleiðanda í Rússíá og innflutningur sérlyfja er á harðahlaupum undan ódýrum og vel reyndum erlendum lyfjum.

Lyfjaframleiðandinn Actavis er uppi löngum stundum með hráefni til framleiðslu sinnar eða þá að það stendur á framleiðslu, sem fram fer í verksmiðjum hans í öðrum löndum; fyrirtækið skiptir út pakkningum og milligrammastærð að því er virðist eftir eigin hentugleikum og án læknisfræðilegra ábendinga eða fellir niður vörur hagkvæmar sjúklingunum og kemur með aðra dýrari þess í stað.

Mjög ber á því að erlend framleiðsla, sem innflutningsfyrirtæki í lyfjadreifingu hafa selt hér á markaði, hverfi og er því borið við að verð og velta hafi ekki skilað nægjanlegri framlegð til að standa undir leyfisgjaldi. Von bráðar dúkka svo margfalt dýrari lyf upp til sömu nota.

Nýjar aðferðir við lyfjaálagningu hafa verið teknar upp, sem hækkað hafa verð ódýrari lyfja verulega. Lyfsalar virðast ekki óánægðir með þess nýbreytni ríkissjóðs og úr því að þessir aðilar eru saman um ánægjuna: Hver skildi þá borga brúsann?

Sjúklingarnir!

Það er þyngra en tárum taki fyrir mig að biðja um sósíalískar lausnir. En manni dettur ekkert annað í hug en lyfjaverslun ríkisins eða jafnvel samvinnufyrirtæki lækna og sjúklinga til að greiða úr þessu öngþveiti. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband