Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bora eða brúa

Annað er ekki í stöðunni skv. orðum Ögmundar. Hann verður að standa við orð sín. Vegabætur á Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi í Austur-Barðastrandarsýslu fyrst - á meðan athugað er með jarðgöng eins og Ögmundur hefur bent á - er falslausn. Það er tilboð um óbreytt ástand. Það er óásættanlegt. Enda stendur það þversum í Vestfirðingum. Það þýðir ekki að bjóða fullorðnu fólki upp á svona falslausnir.

Leið B, brú frá Reykjanesi í Melanes eða jarðgöng um hálsana. Annað hangir ekki á spýtunni.  Og ykkur að segja þá munu jarðgöng ekki koma til greina fyrr en eftir áratugi vegna kostnaðar. Það veit Ögmundur. Því er hann bara að þvæla málinu og fífla íbúana fyrir vestan.

Annars held ég að VG taki Eff-blokkara með morgunkaffinu. Það er meðal, sem kemur í veg fyrir að maður ráðist í framkvæmdir.

En það er önnur saga.


mbl.is Allar leiðir í skoðun nema leið B
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn vill ráðstafa framtíðarskatttekjum

núna.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir því að skattleggja séreignasparnað þegar féð er lagt til hliðar, en ekki þegar það er notað til lífeyris eins og nú er gert ráð fyrir. Sú ráðstöfun mundi auðvitað leiða til þess, að kynslóðin, sem á að sjá um okkur í framtíðinni, yrði svipt þessum skatttekjum en byrðunum létt af okkur í svipinn. Þetta tel ég eigingjarnt sjónarmið en alveg í takt við það, hvernig síngirnin hefur hlaupið með okkur í gönur á síðustu árum.

Pétur hefur ekki komið auga á þessa ósamkvæmni í pólitík flokksins, en mun sjálfsagt leggjast á sveif með þeim, sem vilja spara skatttekjur af séreigninni þar til síðar, þegar honum verður ljóst þetta misræmi.


mbl.is Veðsetning framtíðarskatttekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mundi á Hóli

Ég er í Búðardal að vinna. Konan mín segir að ég sé að skemmta mér. Það er nærri lagi.  Í dag heimsótti ég Munda á Hóli á hjúkrunarheimilið og fékk í nefið hjá honum. Það voru fyrstu kynni okkar Munda fyrir rúmum 30 árum að hann bauð mér í nefið undir kaupfélagsveggnum. Síðan höfum við átt samfélag um neftóbakið. Hann er hættur að taka í nefið sagði hann mér. Það hélt ég aldrei mundi gerast. Eins og Sigríður Árnadóttir vinkona hans sagði: hann færi aldrei frá Hóli nema í kistu. Sú spá rættist heldur ekki. Nú þarf Mundi svolitla aðstoð og hana fær hann hjá góðu fólki í Búðardal.

Þegar ég kom heim í litlu íbúðina mína beið mín tölvubréf frá bróður mínum í Reykjavík. Með því fylgdi þáttur, sem birst hafði í norska sjónvarpinu um nýja tímann og gamla í Dölunum. Þar er Mundi í aðalhlutverki og löggan, sem lék sér hjá okkur í Brimnesi á barnsaldri svo og Bjarni á Leiðólfsstöðum og fleira gott fólk.  

http://www.nrk.no/nett-tv/klipp/788276/

 


Óskað er eftir stjórnmálamanni, sem er

heiðarlegur, skilvís, hreinskilinn, ábyrgur, alvörugefinn og málefnalegur mannvinur.


mbl.is Telur að Icesave-málinu verði vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig

ég var að æfa lögreglukórinn, dettur manni í hug við endalausar afsakanir Iceland Express. Fyrst voru vandræðin á Keflavikurflugvelli og vöruþurrð í flugvélunum þjónustuaðila á þeim velli að kenna, síðan ævintýraleg seinkun og sumarbúðasamlífi strandaglópa í París og loks liggja Danir á leið í sumarleyfi  í því.

Þetta minnir á rekstur, sem er á síðustu metrunum og öllum virðist skítsama. Það er e-r útrásarhugmyndafræði í þessu.


mbl.is Asa starfsmanns um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er þetta um ofbeldi

Hvaða hundakúnstir eru þetta í verslunarmanninum. Það er ekkert hægt að misskilja þessa mynd og textann. Það verður engin eðlisbreyting á barsmíðunum við að stunda þær innan hrings. Á að reyna að telja okkur trú um að barsmíðar í hring séu siðvætt ofbeldi?

Sveiattan.


mbl.is Ekki stuðlað að ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnús Pétursson ríkissáttasemjari,

þáverandi forstjóri Landspítalans, hafði gjarnan á orði, þegar varað var við skorti á samkeppni eftir sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, að spítalinn myndi ekki eiga í samkeppni innanlands heldur yrði samkeppnin við sambærilegar sjúkrastofnanir í nágrannalöndunum.

Magnús Pétursson reyndist sannspár í þessu, þó hann hafi vafalítið ekki grunað með hvaða hætti spádómar hans rættust.  

Það er átakanlegt að stjórnmálamönnum, viðskiptajöfrum og bankamönnum okkar daga hefur tekist með fjárglæfrum að verðfella krónuna og binda þjóðinni skuldafjötur þannig að heilbrigðisþjónustan og samfélagið í heild hefur enga burði til að keppa við nærliggjandi þjóðir um vinnuaflið. Við lifum við afstæða fátækt.

Mér bárust enn fréttir af því í gær að tveir læknar, kollegar mínir til margra áratuga, væru á förum til Noregs til að reyna fyrir sér þar á sínu sviði með það fyrir augum að flytja búferlum ef vel gengi.

Þetta ástand verður ekki lagað með því að kalla þá á teppið, sem vekja á þessu athygli.


Manfred Gerstenfeld er áróðursmeistari

sem á langan feril, sem talsmaður einhliða viðhorfa þröngsýnna sjónarmiða. Skoðanir hans falla ætíð með sjónarmiðum, sem hampa Gyðingum umfram aðra. Það má kalla það kynþáttafordóma. Hann leyfir enga gagnrýni á harðlínustefni stjórnarinnar í Ísrael. Grein hans er ómálefnaleg og fjallar minnst um utanríkisstefnu Íslands en eyðir mestu í að gera Íslendinga tortryggilega gyðingahatara og léttvæga fjárglæframenn.

Hann er einn af þeim mönnum, sem gera manni samúðina með Gyðingum erfiða og varpar skugga á glæsileg afrek þessarar þjóðar. Það jaðrar við að hann jafni gagnrýni á stjórnarstefnuna í Ísrael við gyðingaofsóknir. Er það trúverðugur málflutningur?

Athugasemdir við grein hans eru margar sorglegar og sýna, að enn er jafn auðvelt að vekja upp hatur á hinu ókunnuga og framandi meðal manna eins og það var á dögum þriðja ríkisins.


mbl.is Hata Íslendingar gyðinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert bendir til aukinnar hlýnunar

Hlýnað hefur; það er satt. Það má sjá bæði á gróðri og dýralífi að ekki sé tala um jökla. Blaðamaðurinn hefur sjálfsagt ætlað að minna okkur á, að hiti hafi aukist.


mbl.is Aukin hlýnun veldur breytingum í veiðivötnum landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óraunhæfur verðsamanburður

Með verðsamanburði á þennan hátt gefur Eygló sér, að laun bænda og annar innlendur kostnaður gangi inn í verðlagsgrundvöll landbúnaðarafurða á sambafærilegu verði og í Bretlandi.

Svo er auðvitað ekki.

Með alvöru samanburði mætti etv. komast að því að landbúnaðarvara á Íslandi sé dýrari í raun en í Bretlandi. Íslensk landbúnaðarvara er og verður okkur hlutfallslega dýr. Lega landsins krefst þess; uppskeran er minni á flatareiningu. En við getum áreiðanlega keppt við útlönd hvað gæði varðar og sá þáttur gerir mér valið auðvelt.


mbl.is Segir verðlag hærra í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband